Fermingarbæklingur Tölvunar 2015 PDF Print E-mail
Wednesday, 11 March 2015 14:15

Nýr fermingarbæklingur Tölvunar er kominn á netið, stútfullur af nýjum tækjum og tilboðum!

 

 
Jólabæklingur Tölvunar 2014 PDF Print E-mail
Written by Administrator   
Tuesday, 09 December 2014 15:32

Jólabæklingur Tölvunar 2014 er kominn á netið, stútfullur af nýjum og spennandi vörum í jólapakkana!

 

Last Updated on Wednesday, 11 March 2015 14:24
 
Tækni í traustum höndum! PDF Print E-mail
Written by Administrator   
Monday, 20 January 2014 12:12

Um leið og við óskum viðskiptavinum okkar gleðilegs nýs árs þökkum við fyrir ánægjuleg samskipti á árinu sem leið.

Við erum full tilhlökkunar að takast á við nýjar áskoranir á árinu 2014 og munum halda fast í mottóið okkar: "Tækni í traustum höndum".

Á árinu 2013 héldum við áfram að leggja ljósleiðara hér innanbæjar. Má þar nefna lagningu ljósleiðara fyrir Ísfélagið milli FES og frystihússins. Einnig lögðum við ljósleiðara á Skanssvæðið til að koma tengingu á við nýja rafstrenginn frá Landsneti. Við betrumbættum ljósðeiðaralagnir vestur Strandveg og getum nú boðið tvöfalt öryggi á athafnasvæði frystihúsanna. Allt í allt lögðum við hátt í 3 kílómetra af ljósleiðaralögnum árið 2013 og er þá ljósleiðaranet Tölvunar að nálgast 10 km markið.

Hýsingarþjónustan heldur áfram að vaxa og erum við á góðu róli samfara aukinni þörf fyrir diskapláss og meira minni.

Í ársbyrjun 2013 settum við upp okkar eigið „ljósnet“ í símstöðinni, en það snýst um að veita meiri hraða en ADSL yfir koparheimtaugar notenda, í innan við 1000 metra fjarlægð frá næsta ljósleiðarapunkti. Ljósnetið er í raun tækni sem heitir VDSL og bjóðum við fyrirtækjum og stofnunum í nágrenni símstöðvarinnar þessar háhraðatengingar.

 

Að lokum bendum við skemmtilega frétt Time tímaritsins um 10 heitustu græjurnar sem komu fram á árinu 2013:

Time´s Top 10 Gadgets of 2013

MIT hefur hinsvegar kosið uppfinningu nokkura hollendinga sem uppgötvun ársins 2013.
Það er harður diskur sem geymt getur gögn í milljón ár!!! Harðir diskar í dag geta einungis geymt gögn í 10 ár þannig að hér er um byltingarkennda nýjung að ræða:

Best of 2013: Million-Year Data Storage Disk Unveiled

Last Updated on Friday, 14 February 2014 16:55
 
Ný og endurbætt verslun PDF Print E-mail
Written by Administrator   
Monday, 25 August 2014 01:03

Kæru Eyjamenn!

Í dag kl. 13:00, mánudaginn 25.ágúst, opnar Tölvun nýja og endurbætta verslun sína að Strandvegi 51.

Þessi glæsilega verslun er stútfull af nýjum vörum og frábærum tilboðum á heimilis- og skólatölvum, ásamt ógrynni af fylgihlutum.

Og við keyrum á verði eins og það gerist best í höfuðborginni.

Kíktu við, sjón er sögu ríkari!

Tölvunarbæklingurinn er kominn á öll heimili í Eyjum:

https://issuu.com/tolvun/docs/8bls_agust_tolvun/1?e=0

Last Updated on Monday, 25 August 2014 01:07
 
Fartölvur til Zambíu PDF Print E-mail
Written by Administrator   
Monday, 25 November 2013 17:55

Tölvun tekur þátt í góðgerðarverkefninu


Fartölvur til Zambíu

Hafin er söfnun á notuðum fartölvum fyrir hjálparstarf í Zambíu. Söfnunin stendur til 15. desember. Verkefnið kemur í kjölfar átaks Öldu Sigmundsdóttur sem fékk gríðarlega góð viðbrögð þegar hún leitaðist við að finna notaða tölvu fyrir Franciscu Mwansa, starfsstúlku í Bónus. Fjölmargir buðu fram notaðar tölvur og hafa þær orðið upphafið að þessari landssöfnun. Tölvulistinn mun taka á móti tölvugjöfum á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri, Egilsstöðum, Keflavík og Selfossi. Tölvun í Vestmannaeyjum mun taka á móti tölvum þar.

Fartölvurnar verða gefnar til skóla og heilbrigðisstofnana í heimahéraði Fransiscu í Zambíu í samráði við trausta aðila þar í landi. Verkefnið er unnið með stuðningi Zambíska sendiherrans í Svíðþjóð, Edith Mutale og mun fulltrú frá sendiráðinu koma hingað til lands að söfnun lokinni til að fylgja verkefninu eftir. Sendiráðið í Svíðþjóð mun aðstoða við að koma fartölvunum til þeirra sem mest þurfa á þeim að halda.

Að kunna á tölvu gefur fólki í Zambíu mikið forskot, enda tölvuvæðing hafin þar eins og annars staðar. Ein fartölva sem legið hefur ónotuð uppi í skáp á íslensku heimili getur gjörbreytt lífi margra í Zambíu. Samkvæmt góðgerðarsamtökunum Computers 4 Africa sem vinna að tölvuvæðingu í Afríku getur ein tölva haft áhrif á líf allt að tuttugu og fjögurra einstaklinga.

Tölvulistinn hefur góðfúslega boðist til þess að vera miðstöð söfnunarinnar, og jafnframt til þess að yfirfara þær tölvur sem berast þannig að þær verði í topp standi. Allt að átta ára gamlar tölvur geta nýst mjög vel í fjölbreytt verkefni í Zambíu. Tölvun í Vestmannaeyjum mun taka á móti þeim tölvum sem þar safnast. Þetta verk er unnið í sjálfboðavinnu af starfsmönnum Tölvulistans og Tölvunar.

DHL Express hefur boðist til þess að senda tölvurnar til Zambíu að kostnaðarlausu, og til þess að aðstoða með tollamál gerist þess þörf. Dínamít, grafísk smiðja hefur gefið hönnun á merki og auglýsingu fyrir söfnunina.
Umsjón með verkefninu hafa Gunnar Jónsson og Ásgerður Jóhannsdóttir í samvinnu við Öldu Sigmundsdóttur og Franciscu Mwansa.

Móttökustaðir:
Reykjavík Suðurlandsbraut 26
Akureyri Glerárgötu 30
Egilsstaðir Kaupvangi 6
Keflavík Hafnargötu 90

Selfoss Austurvegi 34

Hafnarfjörður Reykjavíkurvegi 66
Vestmannaeyjar Strandvegi 51

Allar nánari upplýsingar veita:

Gunnar Jónsson, sölu og markaðsstjóri, This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it
Tölvulistinn, Suðurlandsbraut 26, 108 Rvk, S:414-1700

Ása Jóhanns, textasmiður og þýðandi
This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it , GSM:663-5330

Last Updated on Monday, 20 January 2014 15:44
 
<< Start < Prev 1 2 Next > End >>

Page 1 of 2
RocketTheme Joomla Templates